Ecco

Ecco verslanirnar bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval fyrir alla fjölskylduna en Ecco er gríðarlega vinsælt vörumerki og hefur getið sér gott orð um allan heim fyrir flotta hönnun, en umfram allt gæði.

Framleiðendurnir hafa það að leiðarljósi að bjóða uppá bestu gæði sem möguleg eru.

Fyrstu Ecco skórnir litu dagsins ljós árið 1963 þegar hönnuðurinn Einar Truelsen hannaði „JOKE“. Í framhaldi voru hannaðar línur af byltingarkenndum skóm sem enn í dag eru framleiddir við góðan orðstír.

Ecco er með götuskó, gönguskó, tískuskó, golfskó, hlaupaskó og sandala en hægt er að finna Ecco skó fyrir hvert tilefni.

Ecco búðin Kringlunni er staðsett á 1. hæð, s: 553 8050 - fylgir opnunartíma Kringlunnar.
Ecco búðin Smáralind er staðsett á 2. hæð, s: 551 8519 - fylgir opnunartíma Smáralindar.