Kaupfélagið

Verslunin Kaupfélagið var opnuð í Kringlunni árið 2005 en strax árið 2006 var önnur Kaupfélags verslun opnuð í Smáralind, vegna mikillar eftirspurnar.

Kaupfélagið sérhæfir sig fallegum og vönduðum skófatnaði fyrir dömur og herra á öllum aldri.


Einfaldleikinn ræður ríkjum í versluninni og innkaupastjórar Kaupfélagsins eru með puttann á púlsinum þegar kemur að skótísku og leitast er við að bjóða upp á það allra flottasta á hverjum tíma.

Í Kaupfélaginu er mikið úrval vörumerkja til dæmis: Vagabond, Sixty Seven, Bullboxer, Mjus, Mat:20 og Studio London.

Kaupfélagið Kringlunni er staðsett á 1. hæð, s: 568 6211 - fylgir opnunartíma Kringlunnar.
Kaupfélagið/Skór.is Smáralind er staðsett á 1. hæð, s: 534 8211 - fylgir opnunartíma Smáralindar.