Fróðleiksmolar

1. Góðir barnaskór eiga að vera fótlaga. Hælarnir eiga að vera lágir með hæfilega sveigjanlegum sóla. Munið eftir réttri lengd og breidd.

2. Skórnir eiga að vera um 15 mm. lengri en fóturinn þannig að:

 • 3 mm. séu fyrir tárúningu skóarins.
 • 5 mm. séu fyrir þenslu fótarins og 7 mm. séu fyrir vaxtarrými.
 • Skór sem eru með minna en 6 mm. auka rými eru of litlir.
 • Skórnir skulu sitja fastir á fætinum.

3. Skó á að hvíla, því er ákjósanlegast að börnin eigi skó til skiptana:
 • Það er óhollt að vera í sömu skónum allan daginn því skórnir verða rakir og þurfa að fá að þorna vel. 
 • Þetta getur tekið allt að 24 klst.

5. Í fætinum eru 26 bein. Púði undir ilinni sem við fæðumst með hverfur á 2.- 3. aldursári.

6. Fætur geta aflagast af eftirfarandi ástæðum:   
 • Barnið er í fötum með áföstum sokkum sem eru orðin of lítil.
 • Barnið er í of þröngum sokkum.
 • Barnið er of þungt fyrir skóna.
 • Skórnir hafa rangt fótlag.
 • Barnið er í of litlum skóm.

7. Barn lærir að ganga á 10.- 15. aldursmánuði.
 
8. Barnsfætur vaxa mest fyrstu árin, þeir geta vaxið um tvö númer á sex mánuðum.
 • Frá 1.-2. ára aldri er vöxturinn um 20 mm. á ári. Mælið fótlengdina annan hvern mánuð. 
 • Frá 2.-3. ára aldri er vöxturinn um 15 mm. á ári. Mælið fótlengdina þriðja hvern mánuð.
 • Frá 3.-11. ára aldri er vöxturinn um 10 mm. á ári.  Mælið fótlengdina á hálfs árs fresti.

9. Munið að klippa táneglur reglulega til að komast hjá því að barnið fái inngrónar neglur.

10. Foreldrar barna bera ábyrgð á því að fætur þeirra þroskist á eðlilegan og réttan hátt.

Starfsfólk í verslunum okkar aðstoðar þig fúslega við að finna rétta stærð fyrir barnið þitt.
Einnig er hægt að prenta út stærðarstiku hér að neðan til að mæla fót barnsins.
Skor_is skapalon.pdf